Sá málaflokkur sem hefði átt að hlífa – aldraðir fái áfram frítt í sund í Kópavogi.

versalirlaug.jpg

Það er kunnara en frá þurfi að segja að aldraðir á Íslandi er sá hópur sem hefur orðið fyrir hvað mestri kjaraskerðingu við hrun íslenska bankakerfisins. En aldraðir á Íslandi er hörku fólk, það er ekki að barma sér, heldur bítur á jaxlinn og virðist auðmjúkt fórna sér fyrir komandi kynslóðir.

Það breytir því ekki að þeir hafa orðið fyrir miklu óréttlæti. Þeir sem sennilega hafa tapað mest í bankahruninu af sínu sparifé eru aldraðir. Þar var einn skellur. Svo voru kjör þeirra skert af alþingi, bæði í tryggingakerfinu og tekjutenging var lækkuð, þar var annar skellur. Og nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi ákveðið að afnema þau sjálfsögðu fríðindi að aldraðir fái frítt í sund í Kópavogi. Þetta er ekki mikið sem bæjarfélagið segist spara á þessu, 7 milljónir.

Vissulega þarf að sýna aðhald í rekstri bæjarins en þessar 7 milljónir hefði átt að taka annarstaðar. Það hefði t.d. mátt skerða laun bæjarstjórans sem eru um 1.7 milljón á mánuði að manni skilst, fyrir utan aðra bitlinga.

Það hefði til dæmis mátt leggja niður embætti upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar sem er algjörlega óþarft. Bara með því einu hefði mátt spara meira en bærinn telur sig hafa sparað með því að ráðast á aldraða og taka af þeim réttinn að komast frítt í sund.

Embætti upplýsingafulltrúa er gæluverkefni sem fyrrum bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Birgisson, setti á stofn. Nú, svo væri gaman að vita hvort gamall “bussines partner” Gunnars sé ennþá á launaskrá bæjarins. Hvalrekinn mikli frá Álftanesi, Guðmundur Gunnarsson, en hann er líka bæjarfulltrúi á Álftanesi. Upplýst var í fjölmiðlum að hann hefur um 500þús. á mánuði. En starfsmaður á verkfræðideild bæjarins, kona, sem sinnti sömu vinnu og Guðmundur, en var með lægri laun, gerði athugasemd og fékk samstundis starfslokasamning í hausinn.Með því að senda vin bæjarstjórans fyrrverandi aftur í vinnu á Álftanesi hefði mátt spara yfir 5 milljónir á ári og þar með fengju aldraðir í Kópavogi áfram frítt í sund.

Það er af nógu að taka þegar sparnaður er annarsvegar, bara með því að moka spillingar skítinn eftir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn þau tuttugu ár eða svo sem þeir hafa haldið um valdataumana í Kópavogi.

Þar hafa Frjálslyndir verk að vinna. Gott gegni frjálslyndra í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi er líka aðhald fyrir Vinstri græna og Samfylkingu, því eins og þeir hafa hagað sér í landsstjórninni geta kjósendur ekki treyst því að þeir fari ekki einfaldlega í sömu spillingar fötin og framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru nú í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband