Ný forgangsröðun, íbúum í hag

 

fossvogur_991279.jpg

- Nú á að fara að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga. Það gefur ákveðið tækifæri. Við viljum nota þetta tækifæri til þess að taka upp notendastýrða þjónustu. Það felur í sér að við ætlum að hinn fatlaði einstaklingur ráði sér sjálfur þá þjónustu sem hann þarf. Það er algjört forgangs atriði hjá okkur að þetta mál sé faglega unnið af hálfu bæjarins og í samstarfi við félög fatlaðra.

- Við viljum að almenningssamgöngur innan Kópavogs verði ókeypis. Sem hluta af því viljum við láta athuga hvort rétt sé að Kópavogur gangi úr Strætó bs. Kópavogur er að greiða 250 – 300 milljónir á ári í sameiginlegan rekstur Strætó bs. Kópavogur getur örugglega rekið myndarlega fría þjónustu innan Kópavogs fyrir þessa fjármuni. Þetta mun spara umferðarmannvirki, létta undir barnafjölskyldum í Kópavogi og skv. útreikningum FÍB er það 30% launahækkun að leggja einkabílnum. Og þetta sparar bæjarsjóði í gerð umferðarmannvirkja og viðhaldi gatna.

- Við ætlum að umhverfa forgangsröðun þegar kemur að sparnaði í rekstri. Gott dæmi um þetta er þegar bæjarstjóri ákvað að skera niður fríðindi eldriborgara í Kópavogi. Þeir fá ekki lengur frítt í sund. Við segjum þetta ranga forgansröðun. Bæjarstjóri hefði átt að skera niður sín laun niður. Þar með hefðu eldri borgarar fengið áfram frítt í sund í Kópavogi.

- Við ætlum að verja það samfélag sem við eigum í Kópavogi án hækkanna á þjónustu gjöldum eða annarra skattahækkanna. Kópavogur nýtir nú útsvarsprósentuna að fullu en ef ríkið gefur svigrúm á hækkun útsvarsprósentu, eins og sumir þingmenn hafa talað um, þá munum við ekki nýta það. Við eigum að einbeita okkur að því að greiða niður skuldir eins og hægt er.

- Það hefur vart liðið kjörtímabil á valdatíma núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ekki hafa komið upp mál þar sem bærinn hefur farið fram með hreinni valdníðslu á hendur íbúum. Mörg mál er hægt að nefna í því sambandi eins og td. Kársnesmálið. Við í Frjálslynda flokknum viljum að bæjarbúar geti veitt sjórnmálamönnum virkt aðhald. Við erum eini flokkurinn sem hefur lagt fyrir kjósendur mjög skýrt hvernig við ætlum að efla íbúalýðræði. Það gerum við með því að bæjarbúar geta krafist kosninga um ákveðin umhverfis- og skipulagsmál hvenær sem er. Fjórflokkurinn í Kópavogi talar um að efla íbúalýðræði í Kópavogi fyrir þessar kosningar en hann er ekki með neinar tillögur um það hvernig hann ætlar að gera það. Af hverju? Vegna þess að gömlu flokkarnir meina ekkert með þessu tali. Tillögur Frjálslynda flokksins eru einfaldar og skýrar. Við ætlum að spyrja íbúana beint að því hvernig þeir vilja að þeirra nánasta umhverfi sé skipulagt. Með þessu móti gerum við stjórnmálamennina snertanlega. Við ætlum að gera hina ósnertanlegu, stjórnmálamenn, snertanlega ekki bara einu sinni á fjögra ára fresti eins og nú er heldur alltaf ef íbúum finnst ástæða til. Á myndinni sem hér fylgir efst með þessari grein má sjá hvernig Fossvogsdalur hefur verið leikinn þrátt fyrir loforð Gunnars Birgissonar, þá oddvita Sjálfstæðisflokksins fyrir 20 árum, um að þarna yrði alltaf útivistarsvæði. Íbúalýðræði er krafa fólksins og við henni ætlar Frjálslyndi flokkurinn að verða að verða. 

Helgi Helgason, 1. sæti F-listans í Kópavogi 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband