Stefnumál frjálslyndra fyrir bćjarstjórnarkosningarnar eru:

 

badge_2010_150_987706.jpg

Opnari stjórnsýsla

- Opnari stjórnsýsla, ađ innleiđa íbúalýđrćđi í bćjarmálasamţykkt Kópavogs sem felur í sér ađ 25% kosningabćra íbúa geta krafist kosninga um ákveđin umhverfis- og skipulagsmál.

Umhverfis- og skipulagsmál tekin til endurskođunar

- Umhverfis- og skipulagsmál í Kópavogi verđi tekin til gagngerrar endurskođunar í samvinnu viđ íbúa. Ţar lítum viđ sérstaklega til Kársnesins, Lundar og Nónhćđar.

Ekki frekari álögur á bćjarbúa

- Ađ verja ţađ samfélag sem viđ eigum í Kópavogi án skattahćkkana. Allar frekari hagrćđingar sem hugsanlega ţarf ađ ráđast í byrji efst í stjórnsýslunni, ekki neđst eins og oft er. Ef ríkiđ opnar á hćkkun útsvarsprósentu munum viđ ekki nýta okkur ţađ.

Atvinnumál

- Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörđ um frelsi eintaklingsins til athafna. En viđ viđurkennum ábyrgđ einstaklingsins gagnvart hverjum öđrum og ábyrgđ hins opinbera gagnvart samfélaginu. Bćjaryfirvöld geta gert margt til ađ hjálpa atvinnulífinu af stađ. Í ţví sambandi nefnum viđ atvinnusköpunarfélag ţar sem bćjarfélagiđ gćti lagt til frítt húsnćđi, viđ nefnum markađstorg, samvinnu viđ gistihús og hótel í bćnum og ađra ţá sem standa í ferđaţjónustu.

Vöndum okkur í málefnum fatlađra

- Samfara yfirfćrslu málaflokks fatlađra frá ríki til sveitarfélaga ađ ţá verđi tekin upp notendastýrđ persónuleg ađstođ. Viđ leggjum mikla áherslu á ađ vandađ sé til undirbúnings á flutningi málaflokksins og ađ haft sé samráđ viđ hagsmunasamtök ţeirra sem máliđ varđar.

Almenningssamgöngur verđi fríar innan Kópavogs, 30% launahćkkun.

- Ađ almenningssamgöngur innan Kópavogs verđi fríar. Gerđ verđi úttekt á ţví hvort rétt sé ađ Kópavogur gangi úr strćtó BS. Samkvćmt útreikningum Félags íslenskra bifreiđaeiganda er ţađ 30% launahćkkun ađ leggja einkabílnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Frábćrt óska ykkur alls hins besta. Áfram frjálslyndir.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 4.5.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Frjálslyndir í Kópavogi

Takk kćra Ásthildur. Viđ eigum sjéns í ţetta núna. Sjálfstćđismenn eru klofnir, Samfylking hefur komiđ fram međ tillögur um ađ skattgreiđendur í Kópavogi skuli ábyrgjast framkvćmdir bankanna og verktaka svo hćgt sé ađ ljúka viđ íbúđir og annađ húsnćđi sem er í ţeirra eigu. Viđ viljum verja ţađ sem viđ höfum án skattahćkkana. Ţađ verđur erfitt en viđ erum ákveđin!

Frjálslyndir í Kópavogi, 4.5.2010 kl. 18:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband